Month: desember 2023

Fjölskyldumessa á aðfangadag

Fjölskyldumessa á aðfangadag

24. desember, aðfangadag kl. 15:00 verður hátíðleg fjölskyldumessa í Garðakirkju á Álftanesi. Séra Elínborg þjónar fyrir altari, kirkjukór Grindavíkurkirkju leiðir jólasálmasöng ásamt Arneyju Ingibjörgu. Organisti er Kristján Hrannar. Fjölmennum með fjölskylduna og sjáumst í sannkölluðum jólaanda!