Fjölskyldumessa á aðfangadag

Fjölskyldumessa á aðfangadag

24. desember, aðfangadag kl. 15:00 verður hátíðleg fjölskyldumessa í Garðakirkju á Álftanesi. Séra Elínborg þjónar fyrir altari, kirkjukór Grindavíkurkirkju leiðir jólasálmasöng ásamt Arneyju Ingibjörgu. Organisti er Kristján Hrannar. Fjölmennum með fjölskylduna og sjáumst í sannkölluðum jólaanda!

Helgistund í kirkjugarðinum

Helgistund í kirkjugarðinum

Nú gefst okkur tækifæri til að koma saman eins og áður, fyrsta sunnudag i aðventu. Við komum saman til að minnast og vitja þeirra sem eru ekki á meðal okkar. Þakka þeim bjargráðin sem þau kenndu okkur með lífi sínu og við þurfum á að halda um þessar mundir.
Kærleikskveðja, Elínborg

Allra heilagra messa

Allra heilagra messa

Næstkomandi sunnudag kl 20.00 er Allraheilagramessa. Látinna verður minnst og ljós tendruð til minningar um þau sem látist hafa undanfarin ár. Kór Grindavíkurkirkju leiðir söng undir stjórn Kristjáns Hrannars og Magdy Hernandez leikur á fiðlu. Sr. Elínborg Gísladóttir þjónar ásamt messuþjónum. Kaffi og meðlæti eftir messu. Allir hjartanlega velkomnir.